Salcura
Náttúrulegar húðvörur fyrir heilbrigðari húðSalcura Natural Skin Therapy framleiðir mjög árangursríkar og náttúrulegar vörur fyrir alla með viðkvæma húð eða þjást af ofnæmi í húð. Salcura línan var þróuð af lífeðlisfræðinginum Dr. Martin Schiele sem hefur hjálpað fólki með húðina sína í yfir 10 ár. Framleiðendur Salcura trúa á sjálfslækningagetu húðarinnar, sem er háð næringarefnum. Þess vegna eru vörurnar frá Salcura Natural Skin Therapy fylltar með náttúrulegum olíum og öðrum náttúrulegum innihaldsefnum til að tryggja að húðin fái eins mörg næringarefni og mögulegt er.
Allar vörur frá Salcura Natural Skin Therapy eru húðfræðilega prófaðar.
Einstaka og margverðlaunaða BioSkin Junior Outbreak Rescue kremið er hannað fyrir börn með mjög þurra húð sem þarfnast raka og næringu. Kremið róar, nærir og dregur úr kláða.
Kremið er sérstaklega hannað til þess að vinna með og styðja við húðina til þess að verða heilbrigðari með því að veita henni þau vítamín og steinefni sem hún þarf.
Sprey fyrir viðkvæmustu svæðin
Topida spreyið er áhrifarík og skjótvirk lausn fyrir fólk sem kýs hreinar og náttúrulegar vörur á sín viðkvæmustu svæði. Topida er sérstaklega þróað til þess að róa og kæla með því að skapa heilbrigt örverujafnvægi á sýktu svæðunum. Topida spreyið inniheldur 12 náttúrulegar olíur og extrakta sem að róa og sefa húðina, koma jafnvægi á pH stig og styðja við heilbrigða flóru. Spreyið gengur fljótt inn í húðina og leyfir vítamínum og steinefnum að næra húðina af þeim næringarefnum sem hún þarf til þess að verða heilbrigðari og sterkari.
Rannsóknir fundu út að Topida spreyið útrýmdi 99,9% af þremur helstu sveppum og bakteríum sem tengjast sveppasýkingu, Candida Albicans, Escherichia Coli og Staphylococcus Aureus.
Rosalique kremið fyrir rauða viðkvæma húð
Þessi einstaka formúla er sérstaklega hönnuð til að vera hraðasta, öruggasta og árangursríkasta lausnin fyrir roða í húð. Grænar micro kúlur, innihalda „húðlit“ og þegar kremið er borið á húðina springa þær út og hylja því roðann sem var á húðinni og aðlagast þínum húðlit. Rosalique inniheldur SPF 50 sem veitir góða vörn UVA og UVB geislum sólarinnar og kemur í veg fyrir að húðin roðni aftur. Rannsóknir hafa sýnt það að virku efnin í kreminu sé sérstaklega góð fyrir viðkvæma rauða húð og með daglegri notkun í 4 - 8 vikur, dregur úr roðanum í húðinni.
Rosalique er fullkomin grunnur eða farði eins og litað dagkrem. Leyndarmálið á bak við Rosalique er að það gefur ekki einungis góðan raka og næringu heldur bæta lífvirku innihaldsefnin ástand húðarinnar.
Vörur frá Salcura