Vellíðan um hátíðarnar
Á Velveru finnur þú hágæðavörur sem geta stutt þig í að rækta daglega vellíðan yfir hátíðarnar.
„Grógerlar eru langtímafjárfesting í þinni eigin heilsu“
Öflug þarmaflóra er forsenda heilbrigðrar starfsemi meltingarfæranna ásamt því að hafa góð áhrif á ónæmis-, tauga- og hormónakerfið. Til að viðhalda öflugri flóru er mikilvægt að tileinka sér hollt og gott mataræði en samhliða geta bætiefni eins og Cura Sporebiotics nýst á jákvæðan hátt.
Cura Sporebiotics er einstök blanda svokallaðra grógerla sem unnin eru út frá mannlegum grunni, eða gerlaflóru heilbrigðs einstaklings.
Gerlarnir eru fyrir þau sem leita að náttúrulegri leið til að styðja við meltinguna, bæta ónæmiskerfið eða vinna á óþægindum sem stafa af uppþembu, vindgangi eða öðrum meltingarvandræðum. Grógerlarnir henta fullorðnum, sérstaklega þeim sem glíma við einkenni sem tengjast meltingunni á einhvern hátt sem og börnum þriggja ára og eldri þar sem þeir styðja við þarmaflóruna og meltinguna sem hefur góð áhrif á vöxt og þroska ónæmiskerfisins.
Njóttu yfir hátíðarnar með Cura Sporebiotics.
Krúttleg en öflug jólagjöf
Bio-Oil er fullkomin jólagjöf fyrir öll sem vilja næra og styrkja húðina.
Kremin og olíurnar frá Bio-Oil hafa marga góða eiginlega á húðina.
- Hjálpa til við að bæta ásýnd bæði eldri og nýrra öra.
- Draga úr möguleikanum á nýjum húðslitum og bætir ásýnd á húðslitum sem eru nú þegar.
- Styrkir og nærir húðina og vinnur þannig einnig á öldrunareinkennum húðarinnar.
- Skilur húðina eftir silkimjúka og vel lyktandi.
Vertu með liðheilsunni í liði yfir jólin